7 Febrúar 2008 12:00
Brot fjögurra ökumanna voru mynduð á Langholtsvegi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Langholtsveg í norðurrátt, nærri Drekavogi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 130 ökutæki þessa akstursleið og því óku sárafáir ökumenn, eða 3%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Þarna er 50 km hámarkshraði en sá sem hraðast ók mældist á 62. Þessi niðurstaða ber það með sér að ökumenn hafa greinilega tekið tillit til aðstæðna og er það vel.
Eftirlit lögreglunnar á Langholtsvegi kom í kjölfar ábendinga frá íbúum í hverfinu.