15 Febrúar 2008 12:00
Brot 58 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá þriðjudegi til fimmtudags eða á rúmlega 45 klukkustundum. Vöktuð voru 3.527 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1,6%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 85 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Fimm óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 125.
Samkvæmt þessari niðurstöðu aka hlutfallslega færri of hratt eða yfir afskiptahraða í Hvalfjarðargöngum samanborið við árið 2007. Vaktanir á sama stað í síðasta mánuði staðfesta ennfremur þá niðurstöðu en þessi jákvæða þróun hófst fyrripart síðasta árs.