9 Nóvember 2021 10:24
Niðurstöður könnunar lögreglu er snýr að reynslu landsmanna af afbrotum, öryggistilfinningu íbúa og viðhorfum til þjónustu og starfa lögreglu liggja fyrir. Könnunin var lögð fyrir á vormánuðum 2021, í úrtaki voru 4.000 landsmenn 18 ára og eldri, og svarhlutfall var 52%. Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun að framkvæmd hennar.
Skýrsla með niðurstöðum fyrir allt landið og gögn greind eftir lögregluumdæmum má nálgast hér
Skýrsla fyrir höfuðborgarsvæðið og gögn greind niður á hverfi og löggæslusvæði má nálgast hér