17 Janúar 2008 12:00
Fimmtíu og þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær sem er óvenju mikið en þess ber þó að geta að akstursskilyrði voru afar slæm, snjókoma og lélegt skyggni. Óhöppin, sem flest voru minniháttar, voru af ýmsum toga en töluvert var um aftanákeyrslur. Einnig var ekið á umferðarmerki, grindverk og ljósastaura í allnokkrum tilfellum. Eignatjónið er talsvert. Flest óhöppin í gær urðu síðdegis á milli þrjú og sex, eða u.þ.b. helmingur þeirra.