12 Október 2021 17:07
Á Austurlandi er einn í einangrun og fimm í sóttkví. Allir þeir sem tengdust hópsmitinu á Reyðarfirði hafa nú lokið sinni einangrun. Smit hafa ekki greinst í fjórðungnum í nokkurn tíma og er ánægjulegt. Það er þó mikilvægt að halda áfram á sömu braut og sinna vel persónubundnum sóttvörnum eins og við höfum gert svo vel hingað til.
Nú þegar fleiri eru á faraldsfæti og aukin aðsókn í ferðalög erlendis er mikilvægt að fylgjast vel með einkennum þegar heim er komið. Ef við fáum kvef, hálssærindi eða önnur einkenni eftir heimkomu þá skiptir miklu að fara í sýnatöku og vera heima meðan beðið er eftir niðurstöðum. Alla aðra hvetjum við sem fyrr til að fylgjast vel með einkennum og bóka tíma í sýnatöku ef þeirra verður vart.
Höldum áfram að gera þetta saman.