13 Desember 2007 12:00
Brot 57 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá þriðjudegi til fimmtudags eða á tæplega 48 klukkustundum. Vöktuð voru 4.122 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða rúmlega 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 83 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Fimm óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 94.
Þess má geta að við vaktanir á sama stað í haust óku 4% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Sé tekið mið af þessum upplýsingum horfir því til betri vegar í Hvalfjarðargöngum hvað umferðarhraða varðar.