21 September 2021 13:47
Alls greindust þrjú smit úr sýnatöku gærdagsins, öll voru þau innan sóttkvíar. Góð þátttaka var í sýnatöku í dag á Reyðarfirði þar sem um 200 sýni voru tekin, en stór hópur sem var í sóttkví þar fór í síðari skimun. Því miður er óljóst með flugferðir og landsamgöngur í dag vegna veðurs og því ekki ljóst hvort sýnin komist til Reykjavíkur til greininga fyrr en í fyrramálið. Rétt er að árétta að sóttkví gildir þar til niðurstaða úr sýnatökunni berst.
Ákvarðanir varðandi skólahald á Reyðarfirði verða því ekki teknar fyrr en í fyrsta lagi seinni partinn á morgun þegar niðurstöður úr sýnatöku dagsins liggja fyrir. Tilkynning um skólahald verður send um leið og niðurstöður berast.
Á morgun kl. 12:00 verða hraðpróf á Heilsugæslunni á Reyðarfirði fyrir þann hóp sem verið hefur í smitgát.
Íbúar eru áfram hvattir til að fara í sýnatöku finni þeir til einhverra einkenna eða telja að þeir hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling.
Opnir tíma í hraðpróf og PCR próf sem hér segir:
Reyðarfjörður:
Hraðpróf 8:30-9:30
PCR 9:30-10:30 alla virka daga. Lokað um helgar.
Egilsstaðir:
Hraðpróf 11:30-12:30,
PCR 12:30-13:30 alla virka daga + Sunnudaga. Lokað á Laugardögum.