19 September 2021 14:47
Niðurstöður úr sýnatöku gærdagsins liggja fyrir. Um 40 sýni voru tekin á Reyðarfirði í gær og voru öll neikvæð. Boðið var upp á sýnatöku í hádeginu í dag á Reyðarfirði sem var vel sótt. Endanleg tala á fjölda sýna er þó ekki komin. Niðurstöður ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða í fyrramálið og verða þá kynntar.
Þessar niðurstöður frá í gær gefa vísbendingar um að hægt hafi á smitum. Sýnatökur standa þó enn yfir eins og áður segir og líklegt að einhver smit eigi eftir að greinast. Höldum því áfram að gæta að okkur í hvívetna og komast þannig gegnum þennan skafl.
Gerum þetta saman.