7 September 2021 08:32
Vegna vinnu við fræsingar verður Hafnarfjarðarvegur í Garðabæ lokaður til norðurs frá kl. 9 – 13 í dag, þriðjudag. Frá kl. 13 – 16 verður kaflinn svo lokaður til suðurs. Hjáleiðir eru um Álftanesveg og Vífilsstaðaveg.
Í kvöld er stefnt á að fræsa hægri akrein á Krinlumýrarbraut, frá Hamrahlíð og 850 metra til suðurs, ef veður leyfir. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 19 – 24.
Í kvöld er einnig stefnt á að malbika Grandatorg, við Eiðisgranda, Ánanaust og Hringbraut. Hringtorginu verður lokað og merkingum um hjáleiðir komið upp. Áætlað er að vinna standi yfir frá kl. 18.30 – 24.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og lokanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.