25 Ágúst 2021 15:03
Öll seinni sóttkvíarsýni sem voru tekin á Seyðisfirði á mánudag og þriðjudag í tengslum við smit á leikskóla í síðustu viku voru neikvæð. Því verður sóttkví aflétt hjá stórum hópi í dag og leikskólinn á Seyðisfirði opnar að nýju. Í morgun greindist eitt smit á Austurlandi, það smit er ótengt smitunum á Seyðisfirði. Á Austurlandi eru því 11 í einangrun og 40 í sóttkví, en eins og áður sagði mun sú tala lækka eftir daginn í dag enda stór hluti nú þegar laus úr sóttkví.
Aðgerðastjórn vill áfram hvetja alla þá sem finna fyrir einkennum sem geta bent til kórónuveirusmits að fara í sýnatöku.