9 Nóvember 2007 12:00
Brot 32 ökumanna voru mynduð á Njarðargötu í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Njarðargötu í suðurátt á móts við höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 265 ökutæki þessa akstursleið og því óku 12% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 61 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði.
Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var lægri en almennt gerist við vöktun sem þessa. Þeir voru sömuleiðis hlutfallslega færri en oft áður við sambærilegar hraðamælingar. Í ljósi þessa er ástandið á Njarðargötu allt að því viðunandi.