28 Nóvember 2007 12:00
Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Rúmlega þrítugur karl fótbrotnaði við vinnu sínu í Hafnarfirði í gærmorgun. Hann var að festa járnstöng á járngrind þegar slysið varð en stöngin féll á manninn með fyrrgreindum afleiðingum. Í hádeginu slasaðist tvítugur piltur í Kópavogi en honum skrikaði fótur þegar verið var að færa til spónarplötu. Óttast var að pilturinn hefði fótbrotnað.
Í gær urðu líka fáein slys á fólki sem má rekja til hálku og þá var ekið á 12 ára pilt á hjóli í Kópavogi um kvöldmatarleytið. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans reyndust minniháttar. Pilturinn var ekki með hjálm en hjólið hans var jafnframt bremsulaust.