2 Október 2007 12:00
Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru sautján karlar á aldrinum 17-59 ára og fjórar konur á aldrinum 17-45 ára.
Brotin voru misgróf en sem dæmi má nefna að einn bíll mældist á 128 km hraða á Reykjanesbraut í Reykjavík, annar á 117 á Sæbraut og sá þriðji á 114 á Gullinbrú. Ökumenn þessara þriggja bíla eiga allir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér.