10 September 2007 12:00
Fimmtíu og þrír einstaklingar brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina. Tuttugu og þrír gerðust sekir um þetta athæfi aðfaranótt laugardags og þrjátíu aðfaranótt sunnudags. Þetta var 51 karl og 2 konur, 17 og 18 ára. Karlarnir eru flestir á þrítugsaldri, eða 30, og þrettán eru undir tvítugu. Elsti karlinn er hins vegar hálfsextugur.
Fólkið hafði í frammi ýmiskonar ólæti og óspektir en því var boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Margir tóku þann kostinn en meðal þess sem fólkið gerði af sér var að kasta af sér þvagi á almannafæri, fleygja rusli og brjóta flöskur.