26 September 2007 12:00
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í svokölluðu Hraunbergsmáli hefur leitt í ljós að ekki var ekið á manninn í umræddu máli. Grunur beindist strax að ákveðnum bíl og var ökumaðurinn yfirheyrður. Við rannsókn málsins kom ekkert það fram sem bendir til að hann hafi átt hlut að máli. Sama á við um farþega sem voru í bílnum en umrætt ökutæki var rannsakað ítarlega. Það er jafnframt álit sérfróðra aðila að áverkar á hinum slasaða séu ekki tilkomnir vegna umferðarslyss.
Málavextir voru á þá leið að lögreglan var kölluð að Hraunbergi í Breiðholti föstudagskvöldið 4. ágúst sl. Þar lá karl á sjötugsaldri illa á sig kominn en grunur lék á að ekið hefði verið á hann.