18 Maí 2007 12:00
Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt uppstigningardags. Við sögu komu tíu karlmenn í jafnmörgum málum en mennirnir eru flestir á þrítugsaldri. Í fórum þeirra allra fundust ætluð fíkniefni. Þetta var einkum amfetamín en einnig kókaín og LSD.
Þá fundust fíkniefni við húsleit í miðborginni á miðvikudagskvöld. Talið er að efnin séu hass og amfetamín. Á sama stað fundust fjármunir sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Karlmaður og tvær konur voru handtekin vegna málsins.