22 Maí 2007 12:00
Laugardaginn 19. maí var haldinn reiðhjóladagur fyrir börn á Patreksfirði. Dagurinn hófst við Patreksskóla þar sem lögregla sá um að fræða börnin um helstu umferðarreglur Að því loknu komu fulltrúar slysavarnardeildarinnar á staðnum og gáfu börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma og ýmsa aukahluti til að auka öryggi við hjólreiðar. Hópurinn fór síðan á hjólunum undir eftirliti lögreglu að plani þar sem félagsmenn Líons á staðnum höfðu sett upp braut með ýmsum þrautum fyrir hjólreiðafólkið. Áður en lagt var í brautina voru öll hjól skoðuð af lögreglu og rætt um mikilvægi hjálmanotkunnar við börnin. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér var ekki annað að sjá en að ánægja væri með daginn og fengu öll börnin Svala eftir að hafa lokið brautinni.