18 Apríl 2007 12:00
Miklar breytingar hafa orðið á embætti ríkislögreglustjóra á síðustu mánuðum sem meðal annars miða að því að styrkja innviði lögreglunnar og auka öryggi borgaranna. Einn liður í þessu er að bæta upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla um þróun afbrota í lögregluumdæmum og það gerir ríkislögreglustjóri nú með því að gefa út tölfræðiskýrslu um afbrot í hverjum mánuði. Er stefnt að því að eftir 15. hvers mánaðar komi ný skýrsla með upplýsingum um hegningarlagabrot, umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalöggjöf, hvenær þessi brot voru framin og hvar á landinu.
Á síðustu árum hefur ríkislögreglustjóri gefið út sérstakar skýrslur með tölfræðiupplýsingum um afbrot sem ná yfir heilt ár og verður þeirri útgáfu haldið áfram. Með útgáfu mánaðarskýrslunnar er lögreglustjórum fengið í hendur nýtt og skjótvirkara stjórntæki sem auðveldar þeim að meta þróun afbrota og skipulag löggæslunnar í öllum umdæmum.
Tilkynnt verður á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is þegar mánaðarskýrslur koma út. Hér má nálgast skýrslur fyrir janúar og febrúar 2007.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg S. Bergsdóttir félagsfræðingur í síma 570-2500 eða á netfangi gudbjorgs@rls.is