30 Mars 2007 12:00
Í framhaldsdeild Lögregluskóla ríkisins eru nú haldin sérnámskeið fyrir starfandi lögreglumenn í yfirheyrslutækni og upptöku í hljóð og mynd. Á námskeiðunum er kennt að nota búnað sem ríkislögreglustjórinn hefur ákveðið að lögreglan taki í notkun og er markmiðið með námskeiðunum m.a. að styrkja gæði lögreglurannsókna og framlagningu rannsóknargagna fyrir ákæruvald.
Um er að ræða fyrsta hluta fræðslu- og þjálfunarátaki, sem Lögregluskólinn skipuleggur í samstarfi við embætti ríkislögreglustjórans þar sem um 160 lögreglumenn munu hljóta þjálfun en gert er ráð fyrir að sum námskeiðanna verði haldin utan höfuðborgarsvæðisins.
Hér má sjá myndir frá fyrsta námskeiðinu.