27 Febrúar 2007 12:00
Hluti fundarmanna á Þingeyri
Lögreglan á Vestfjörðum heldur áfram með borgarafundi í þéttbýliskjörnum í umdæminu og er nú röðin komin að norðanverðum Vestfjörðum. Í gærkvöldi var haldinn fundur í félagsheimilinu á Þingeyri. Íbúar Þingeyrar lýstu yfir ánægju með þennan vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri við yfirstjórn lögreglu Vestfjarða og að fá framtíðaráherslur löggæslumála kynntar með þessum hætti. Ýmsar ábendingar komu frá fundargestum varðandi löggæslumál og mun lögreglan leitast við að koma til móts við kröfur um aukna löggæslu og bregðast við þeim ábendingum sem ræddar voru á fundinum.