2 Janúar 2007 12:00
Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Helmingur þeirra var stöðvaður á nýársdagsmorgun en tveir um miðjan dag og einn í nótt. Þetta voru allt karlmenn. Tveir þeirra eru átján ára en hinir á þrítugs-, fertugs- og sextugsaldri.
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk annars bærilega fyrir sig en þó voru nokkur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar. Tveir ökumannanna, sem teknir fyrir voru fyrir ölvunarakstur, áttu þar hlut að máli en annar þeirra ók af vettvangi. Þá stöðvaði lögreglan akstur sextán ára pilts í miðborginni í gærmorgun en sá virðist hafa verið full óþreyjufullur því stráksi verður bíða minnst eitt ár í viðbót eftir bílprófinu.