15 Janúar 2007 12:00
Sex fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ætluð fíkniefni fundust í húsi hjá tæplegum þrítugum karlmanni í austurborginni á föstudag. Eftir hádegi á laugardag voru fertugur karlmaður og kona á þrítugsaldri handtekin í miðborginni en þau eru grunuð um fíkniefnamisferli.
Aðfaranótt sunnudags voru tveir karlmenn færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að til þeirra náðist þar skammt frá. Annar er hálfþrítugur en hinn á fimmtugsaldri en í fórum annars þeirra fundust ætluð fíkniefni. Skömmu síðar var bifreið stöðvuð í Garðabæ en ökumaður hennar, 17 ára piltur, er grunaður um fíkniefnamisferli. Og sömu nótt handtók lögreglan tæplega tvítugan pilt í miðborginni en sá var með ætluð fíkniefni í fórum sínum.
Loks var kona á fertugsaldri stöðvuð í miðborginni í nótt en í bíl hennar fundust ætluð fíkniefni. Hún reyndi að gefa upp rangt nafn og kennitölu en þegar hið sanna kom í ljós reyndist konan aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var bíllinn sem hún ók ótryggður.