27 Júlí 2020 09:19
Í dag verður m.a. unnið við malbiksviðgerðir í Katrínartúni og Stórholti. Af þeim sökum verður lokað fyrir umferð í Katrínartúni fyrir hádegi, en eftir hádegi í Stórholti. Þá verða Tunguvegur og Hraunkambur í Hafnarfirði malbikaðir í dag og göturnar því lokaðar þar til síðdegis.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og þolinmæði.