23 Júní 2020 20:30
Á morgun, miðvikudaginn 24. júní, er áformað að malbika og fræsa á Sæbraut í Reykjavík og viðbúið að því fylgi einhverjar umferðartafir. Ökumenn ættu því að huga að öðrum leiðum á morgun ef þeir eiga þess kost. Um er að ræða Sæbraut til norðurs, á milli Súðarvogs og Holtavegar, en stefnt er á að fræsa báðar akreinarnar. Annarri akreininni verður lokað í einu og gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg lokast tímabundið. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 9 – 17. Þá er einnig stefnt á að malbika báðar akreinarnar á Sæbraut til suðurs, á milli Dalbrautar og Langholtsvegar. Annarri akreininni verður lokað í einu, en áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 8 – 16.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.