13 Desember 2006 12:00
Í gærkveldi framkvæmdi lögreglan á Ísafirði húsleit á heimili einu í Súðavík. Þar fundust ætlaðar kannabisplöntur sem reyndust vera í ræktun. Um var að ræða 7 slíkar plöntur, sú stærsta tæpir 60 cm. Einn heimilismaðurinn viðurkenndi að eiga plönturnar og hafa ætlað afrakstur ræktunarinnar til sölu. Hann hefur verið yfirheyrður og sleppt. Hinn grunaði hefur ekki áður komið við sögu vegna fíkniefnamála. Málið telst upplýst.