9 Júní 2020 19:20
Á morgun, miðvikudaginn 10. júní, eru fyrirhugaðar framkvæmdir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, en m.a. er stefnt á að fræsa Hafnarfjarðarveg á milli Arnarnesvegar og Vífilsstaðavegar frá kl. 10-17, en þrengt verður um eina akrein. Beygjurampi frá Arnarnesvegi niður á Reykjanesbraut verður lokað frá kl. 7-15, en hann á að fræsa og malbika. Sömu framkvæmdir eru áformaðar á stuttum kafla á Reykjanesbraut í Kópavogi, á milli Nýbýlavegar og Arnarnesvegar, en þrengt verður um eina akrein frá kl. 9-15. Og loks eru malbiksviðgerðir fyrirhugaðar á frárein af Reykjanesbraut í Garðabæ að Miðhrauni/Austurhrauni og Kauptúni/Urriðaholtsstræti (hér er átt við fráreinina rétt áður en komið er að Hafnarfirði). Vinna þar hefst kl. 9 og stendur yfir fram eftir degi.