20 Desember 2006 12:00

Miklir vatnavextir eru nú í Hvítá. Varð þeirra vart við Brúarhlöð um kl. 9:30. Búast má við því að flóðið verði á móts við Vörðufell kl. 15:00.  Ekki er vitað nákvæmlega um vatnsmagn nú, en fylgzt verður með því í dag. Ætla má að flóðið nái Selfossi um kl. 17:00.

Þrjár af fjórum almannavarnanefndum í Árnsessýslu hafa verið boðaðar til fundar á lögreglustöðinni á Selfossi kl. 11:30 í dag og verður farið yfir stöðu mála.

Frekari upplýsinga er að vænta að fundi loknum.

Selfossi, 20. desember 2006.

Ólafur Helgi Kjartansson

lögreglustjóri