3 Október 2006 12:00
Trúlega hefur hann verið svangur þjófurinn sem fór inn í flutningabíl í austurbænum í nótt. Í bílnum var nokkuð magn af hinum ýmsu ístegundum en þjófurinn hafði eitthvað af þeim á brott með sér. Annar fingralangur aðili var líka á ferðinni í nótt og stal reiðhjóli en slíkir fararskjótar virðast freista margra.
Þá var vinnuljósum stolið úr fyrirtæki síðdegis í gær. Einnig var tilkynnt um bílþjófnað til lögreglunnar í nótt. Ökutækinu var stolið í miðborginni en það fannst ekki löngu síðar í einu úthverfa borgarinnar. Þá leitaði maður til lögreglunnar en sá fann ekki bílinn sinn. Viðkomandi taldi ekki að bílnum hefði verið stolið heldur væri ökutækið einfaldlega týnt. Honum var bent á að leita af sér allan grun.