6 Október 2006 12:00
Fjörutíu og sjö ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær en lögreglumenn voru víða við hraðamælingar, m.a við íbúðargötur. Flestir voru stöðvaðir á Langholtsvegi og einn þeirra, hálfþrítug kona, á yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis. Allnokkrir voru teknir á Gullinbrú en einna skást var ástandið í Mosfellsbæ. Þar þurfti lögreglan bara að hafa afskipti af einum ökumanni vegna hraðaksturs.
Ellefu árekstrar urðu í borginni í gær og verður það að teljast gott miðað við dagana á undan. Í fyrradag urðu t.d. 27 árekstrar. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í gær og nótt, báðir í austurbænum. Annar ökumaðurinn var kona en hinn karl. Þau eru bæði á þrítugsaldri.