24 Febrúar 2020 11:20
Verktaki hefur lokað norður akrein Reykjanesbrautar á Krýsuvíkurgatnamótum vegna framkvæmda. Umferð á norðurakrein í vesturátt er beint um frárein, í gegnum norðurhringtorg á Krýsuvíkurvegi og upp aðrein að Reykjanesbraut, eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Þessi lokun hefur engin áhrif á umferð í austurátt.
Akreinin verður opnuð aftur kl 17 í dag.