11 Febrúar 2020 15:01
Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 2. – 8. febrúar, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 6. febrúar. Kl. 17.40 rákust tvö reiðhjól saman í Klettagörðum, en við það féll annar reiðhjólamannanna í götuna. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 19 féll reiðhjólamaður af hjóli sínu og í götuna á mótum Ægisíðu og Fornhaga. Talið er að reiðhjólamaðurinn hafi fengið flogakast í aðdraganda slyssins. Hann var fluttur á slysadeild.
Laugardaginn 8. febrúar kl. 14.46 missti ökumaður á leið suður Strandveg, vestan Smárarima, stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði á tveimur bifreiðum, sem var ekið Strandveg í norður. Snjóþekja og hálka var á vettvangi. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.