9 Janúar 2020 09:44
Vegna umfjöllunar um mál karlmanns á þrítugsaldri, sem kvartaði undan meintu harðræði lögreglumanns sl. sumar, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún lítur slík tilvik ávallt alvarlegum augum. Eftir að kvörtun mannsins barst í júlí 2019 tók við hefðbundið verklag embættisins þar sem öllum gögnum málsins, m.a. upptökum úr myndavélum, var safnað saman og þau send nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í lok ágúst 2019.
Um frekari upplýsingar er vísað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu, en hún fer með vinnslu málsins.