25 Ágúst 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá aðila vegna óskyldra fíkniefnamála í gærkvöld og nótt. Fyrst var maður á þrítugsaldri tekinn í úthverfi borgarinnar en hann var með ætluð fíkniefni í fórum sínum. Annar maður, nokkru yngri, var síðan tekinn í öðru úthverfi en í bíl hans fundust líka ætluð fíkniefni. Þá var kona á fertugsaldri tekin í miðborginni en á henni og í bíl hennar fundust einnig ætluð fíkniefni.