28 Ágúst 2006 12:00
Lögreglan í Árnessýslu hefur til rannsóknar mál er varðar flutning umtalsverðs magns af fíkniefnum inn í fangelsið að Litla Hrauni. Í þágu rannsóknar málsins var einn maður, fangavörður í sumarafleysingastarfi, úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald að kvöldi laugardagsins og 2 menn, refsifangar á Litla Hrauni, voru úrskurðaðir í 6 daga gæsluvarðhald í gærkvöldi.
Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og verða frekari upplýsingar um málið ekki gefnar að sinni.