30 Október 2019 16:37
Tveir erlendir ríkisborgarar á áttræðisaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á peningaþvætti og broti á lögum um útlendinga. Framkvæmd var húsleit að undangengnum dómsúrskurði á dvalarstað hinna erlendu ríkisborgara, karls og konu, í umdæminu þar sem m.a. var lagt hald á verulega fjármuni. Jafnframt er grunur um að þau tengist smygli á fólki og Ísland hafi verið viðkomustaður á þeirri leið.
Karlinn og konan eru laus úr haldi lögreglu, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.