18 Október 2019 19:38
Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi og úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar ætluðu kynferðisbroti, er laus úr haldi, en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í dag. Rannsókn málsins hefur miðað vel og er langt komin, en búið er að yfirheyra alla hlutaðeigendur, auk þess sem skýrslur voru teknar af fjórum börnum í Barnahúsi.