31 Júlí 2006 12:00
Klukkan rúmlega eitt í dag barst lögreglu tilkynning um að rán hafi verið framið í Bónus Videó Lækjargöru 2 í Hafnarfirði. Karlmaður kom inn á skrifstofu fyrirtækisins sem er á annari hæð hússins og veittist með ofbeldi að tveim konur er þar voru við störf. Hann hrifsaði til sín peninga og reyndi að komast undan með því að hoppa út um glugga en vegfarendur stöðvuðu hann og héldu þar til lögreglan kom á staðinn. Svo virðist sem með manninum hafi verið vitorðsmaður er ók á brott og er hans nú leitað. Ekki er ljóst hverju kann að hafa verið stolið.
Konurnar eru ekki alvarlega slasaðar en leituðu læknisaðstoðar.
Karlmaðurinn er var handtekinn er á þrítugsaldri