10 Maí 2006 12:00
Samkvæmt málaskrá lögreglunnar í Reykjavík voru færð til bókunar 105 mál sem tengdust umferð á einhvern hátt síðasta sólarhring, en alls voru bókuð 204 mál hjá lögreglunni. 54 ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og af þeim voru 38 á yfir 100 km/klst á stofnbrautum. Lögreglumenn í umferðardeild sem stöðvuðu ökumann á Sæbraut á 105 km/klst fundu við leit í bifreiðinni fíkniefni og einnig talsvert magn af fíkniefnum á heimili mannsins.
9 ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma og nota ekki handfrjálsan búnað við það, er það því miður alltof algeng sjón í Reykjavík og víðar.
Lögreglan vill minna á að nagladekk eiga ekki lengur að vera í notkun og mun hún veita því athygli næstu daga.