25 Ágúst 2019 10:00
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í dag. Gengur í suðaustan 13-20 m/s og fer að rigna, talsverð rigning um tíma síðdegis, 8-13 í kvöld og áfram vætusamt. Við viljum því hvetja fólk að tryggja lausa muni s.s. garðhúsgögn, trampólín, grill og annað lauslegt sem gæti farið á fulla ferð og skapað foktjón.