8 Febrúar 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík fékk ábendingu fyrir helgi um hraðan akstur bifreiða í Hraunbergi í Breiðholti. Í Hraunbergi er 30 km hámarkshraði og við götuna er m.a. leikskóli og mikil umferð gangandi vegfarenda m.a. umferð skólafólks. Á föstudaginn var þ.3.febrúar mældi lögreglan hraða bifreiða sem óku um götuna. Mælingin stóð í um tvær og hálfa kls. Hraði 84. ökutækja var mældur á þessum tíma og reyndust 29 ökumenn hafa ekið of hratt og mega eiga von á að hljót sekt fyrir. Aftur var mælt í götunni mánudaginn 6.febrúar þá voru 38 ökutæki mæld af þeim reyndust 7 ökumenn hafa ekið of hratt. Hraði þessara ökumanna var á bilinu 44 km í 59 km kl.st Í dag miðvikudag áætlar lögreglan í Reykjavík að mæla hraða bifreiða sem aka um Háteigsvegi og í nágrenni Ísaksskóla.