17 Febrúar 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík hefur síðustu þrjár nætur staðið fyrir skipulagðri leit í hverfum borgarinnar, að stolnum ökutækjum. Eitt ökutæki fannst. Þá var í leiðinni kannað með óskoðuð ökutæki. Alls voru um 350 ökutæki boðuð í skoðun, vegna vanrækslu á aðalskoðun og númer tekin af 20 ökutækjum sem áður höfðu verið boðuð til skoðunar og fengið sjö daga frest til að mæta, en eigendur þeirra ekki sinnt því.