15 Nóvember 2005 12:00
Í gær, mánudaginn 14. nóvember kl. 14:37, barst lögreglu tilkynning um alvarlegt vinnuslys á athafnasvæði álversins í Straumsvík. Hafði maður runnið ofan af bárujárnsklæddu þaki kerskála þar sem hann var við vinnu. Talið er að hann hafi látist samstundis.
Nafn hins látna var Róbert Þór Ragnarsson, fæddur 15. apríl 1966, til heimilis að Hveralind 6, Kópavogi. Hann lætur eftir sig sambýliskonu. Róbert var starfsmaður fyrirtækisins Stálafl Orkuiðnaður í Garðabæ. Rannsókn málsins stendur yfir.