14 September 2005 12:00
Síðdegis í dag varð alvarlegt vélhjólaslys við Lyngás í Rangárþingi ytra. Þrír ungir drengir á aldrinum 13 til 14 ára voru á númerslausum vélhjólum inn á lokuðu kartöflugarðasvæði og óku eftir vegslóða þegar fjórði aðilinn, 13 ára gamall drengur, er sat á spítnahrúgu og fylgdist með akstri hinna þriggja varð fyrir einu vélhjólanna með þeim afleiðingum að hann hlaut a.m.k. opið beinbrot á fótlegg fyrir ofan ökla. Slasaði drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið í sjúkrahús. Læknir frá Hvolsvelli kom á staðinn. Ökumaður vélhjólsins slapp án meiðsla. Ekki þarf að taka fram að ökuréttindi þarf til að mega stjóran vélhjólum sem þessum auk þess sem á þeim eiga að vera númeraplötur, hjólin skráð og tryggð. Til að fá útgefin ökuréttindi á minni vélhjól þarf einstaklingurinn að vera orðinn 15 ára gamall.