26 Ágúst 2005 12:00
Veruleg fækkun hefur orðið á skráðum ofbeldisbrotum í miðborg Reykjavíkur síðustu árin skv. rannsókn Boga Ragnarssonar, félagsfræðings, sem unnin var fyrir lögregluna í Reykjavík. Árið 2000 voru skráð hjá lögreglu 463 ofbeldismál í miðborginni samanborið við 282 mál árið 2004 og hefur málum því fækkað um tæplega 200 eða um 40 %. Skýrsluna má lesa með því að smella hérna.