21 Maí 2019 16:57
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi, en tilkynnt var um málið í gær. Þar var stolið miklu af verkfærum og byggingarefni og hleypur tjónið á milljónum króna. Unnið var í húsinu fram til kl. 17 á laugardag og því hefur innbrotið átti sér stað einhvern tímann á því bili og fram á mánudagsnóttina. Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru beðnir um að senda upplýsingar til lögreglunnar í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins, auk þess sem tekið er við ábendingum í síma 444 1000. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af þeim verkfærum sem var stolið í innbrotinu.