17 Maí 2005 12:00
Þann 5. maí s.l. rann út frestur til að sækja um skólavist í grunnámi Lögregluskóla ríkisins. Alls bárust 140 umsóknir og af þeim uppfylla 115 öll almenn inntökuskilyrði, 81 karl og 34 konur.
Menntun og starfsreynsla umsækjendanna er með ýmsu móti en þess má geta að 10 þeirra hafa lokið háskólanámi.
Valnefnd Lögregluskóla ríkisins er nú að vinna úr umsóknunum og verður öllum umsækjendum sent bréf frá valnefndinni um mánaðamót maí og júní.