20 Mars 2019 17:30
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að berast tilkynningar um tölvupóst, sem er nýtt form af netglæp. Látið er líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi, eins ógeðfellt og það nú er. Þetta er fjölpóstur og ekki hafa áhyggjur, honum fylgir ekki óværa og því óþarfi að bregðast við. Pósturinn er sendur til að vekja hræðslu í von um að fólk borgi af ótta, en ekkert er hæft í efni póstsins. Ef vel er að gáð má sjá að pósturinn er uppruninn í Gabon, Malí eða öðru ríki og hefur ekkert með CIA að gera.
Þótt óþægilegt sé að fá slíkan póst er fólk beðið um að halda ró sinni. Þeir sem fá slíkan póst eru beðnir um að senda hann á cybercrime@lrh.is