25 Janúar 2005 12:00
Lögreglan í Kópavogi stefnir markvisst að því að stemma stigu við afbrotum í umdæminu og setur sér markmið í þeim efnum í upphafi hvers árs. Umtalsverður árangur hefur náðst á mörgum sviðum undanfarin þrjú ár og haldið verður áfram á sömu braut á þessu ári.
Á árabilinu 2002 – 2004 fækkaði t.d. þjófnuðum um 17,5%, eignaspjöllum fækkaði um 23,5% og tilkynntum umferðaróhöppum um 3%. Innbrotum fjölgaði hins vegar um 4% og afskiptum lögreglu vegna fíkniefnamisferlis um 200%.