4 Mars 2019 17:17
Í síðustu viku slösuðust sextán vegfarendur í tíu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 24. febrúar – 2. mars.
Mánudaginn 25. febrúar kl. 11.46 varð gangandi vegfarandi á leið vestur yfir Bæjarhraun gegnt húsi nr. 18 fyrir bifreið, sem var ekið aftur á bak suður götuna. Hann var fluttur á slysadeild.
Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 16.08 varð tveggja bifreiða aftanákeyrsla í afrein Suðurlandsbrautar til austurs að Grensásvegi til suðurs. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 27. febrúar. Kl. 11.20 var bifreið ekið á ljósastaur við gatnamót Logafoldar og Reykjafoldar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 14.50 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Breiðholtsbraut, og bifreið, sem var ekið afrein Reykjanesbrautar til suðurs og beygt austur Breiðholtsbraut. Báðir ökumennirnir, auk þriggja farþega, voru fluttir á slysadeild.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 28. febrúar. Kl. 19.31 varð gangandi vegfarandi á leið til austurs yfir Lambhagaveg á ómerkrtri gönguþverun norðan við gatnamót Lambhagavegar og Lambhagavegar (Rebook) fyrir bifreið á Lambhagavegi til norðurs. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 21.10 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Sæbraut og beygt suður Snorrabraut, og bifreið, sem var ekið austur Sæbraut. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 22.36 varð aftanákeyrsla á Vesturlandsvegi til norðurs gegnt Sjávarhólum. Ökumaður aftari bifreiðarinnar er grunaður um ölvunarakstur. Ökumaður og farþegi í fremri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.
Föstudaginn 1. mars kl. 21.04 var bifreið ekið norður Hraunhellu og á ljósastaur við götuna. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 2. mars. Kl. 8.33 var bifreið ekið norður Vesturlandsveg og yfir hringtorg gegnt Lambhagavegi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.06 var bifreið ekið á ljósastaur við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Nýbýlavegar eftir að hafa verið þvingað út af veginum. Farþegi var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.