25 Nóvember 2004 12:00
Lögreglan í Kópavogi rannsakar nú mál er varðar brottnám á níu ára gamalli stúlku um kl. 15:45 í gærdag. Þetta var á hringtorgi við Álfhólsveg og Bröttubrekku í Kópavogi. Maðurinn var um tvítugt og á rauðum fólksbíl. Hann ók stúlkunni að afleggjaranum að Skálafelli en þar lenti hann í snjókrapi og lét stúlkuna fara út úr bílnum en ók síðan í burtu og skildi hana eina eftir. Stúlkan var síðan tekin upp af ökumanni sem ók fram á hana á Þingvallavegi og lét hann strax foreldra stúlkunnar vita. Ef einhver getur gefið lögreglunni frekari upplýsingar um þetta mál er óskað eftir að hringt sé til lögreglunnar í Kópavogi í síma 560 30 41.
Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
Kópavogi.